Sunday, March 20, 2005

Besame,,, besame mucho.

Þessar þagnir. Þessi óþörfu orð, kannski miklu heldur.
Þessi augnablik, og það sem þau leiða af sér.
Stundum, liggja himnarnir þannig að það er freistandi að elta skýin, stundarkorn í óafsakanlegu hvolfi, líklegast allt of hátt uppi, einn, í nánd við kríur og máva, þrumur og eldingar. Berjast um athygli þeirra, en lenda einhvern veginn á miðju mávabjargi, af óspennandi ferðalagi, og blæða ekki í sekúndu, þótt full ástæða sé til.
Langi-Sleði þekkir alls konar fólk, eins allskonar og fólk getur orðið... og lenti nú um daginn í því njahh... Ég er líklega enn spéhræddur, í skjóli skjásins.
Langt um liðið... Ætla í kökuboð á Kjarvalsstöðum á morgun, rölta aðeins meðal olíulita og síðáhrifa fúnkisstíls. Er örugglega að stefna á að safna þar hári, þrífa svo kofann og hreysið.

Átti annars góðan dag, er uppgefinn eins og vinnumaður að loknu dagsverki. Missti samt sjónar á aðalatriðum og smáatriðum undir lokin, sem kostaði angrar örg af ergelsi.

Góðar stundir
Langi-Sleði

2 Comments:

Blogger Gadfly said...

Þetta er nú bara svindl. Ég vil endilega fá að vita í hverju þú lentir um daginn. Spéhræðsla er nú bara kjánaleg. Flestir hafa svo miklar áhyggjur af því hvað aðrir haldi um þá að þeim er fyrirmunað að leggja vammir þínar og skammir á minnið. Hneykslast kannski í 2 mínútur og gleyma því svo.

10:25 AM  
Blogger Jóda said...

ég segi það nú, ég vil fá að vita. Var þér aldrei sagt að það væri bannað að glenna?

12:32 PM  

Post a Comment

<< Home

free web hit counter