Thursday, April 12, 2007

...eftir

...langa íhugun hefur Langi Sleði ákveðið að það er ekki lengur kúl að tjá sig um þjóðmálin á gagnrýnan hátt. Síðan alls kyns fábjánar fóru að tjá sig á íhugunarviðhengjum fjölmiðla, sem eru misvel ígrunduð (og sum ættu reyndar að kallast amk ógrunduð) hefur það komið í ljós (mér að óvörum) að öllum virðist vera hleypt á internetið. Það sem stingur ennfremur augun úr kúnni, er að allir virðast þurfa að tjá sig og vanskilningur almennings um eigið ágæti virðist hafa endurfæðst í nýrri vídd.
Ég hef því ákveðið að bloggið í þessari mynd sé dautt.

Það verður því stefnubreyting hér.
Frumleiki og frygð!

...kannski ekki frygð... það hljómaði bara svo vel með!

Góðar stundir
Langi Sleði

Tuesday, April 03, 2007

...tóm til tjáningar

...undanfarið hefur Langi Sleði látið þjóðfélagið fara í taugarnar sínar. Langi Sleði hefur legið undir feldi varðandi það.
Hversu heimskulegt er í rauninni að hafa allt á hornum sér í einhverju sem maður er partur af.
Það er eins og að vera hvítur og uppfullur af heift í garð hvíta kynstofnsins!
Jafn gáfulegt og að fara til Írak á heitasta tímanum og kvarta yfir hita.
Ég er á lífi og ég hef það gott! Mun reyna að breyta þeim ósið mínum að láta mínar skoðanir bitna á ykkur og ætla að einbeita mér frekar að ykkar góðu stundum.

Góðar stundir
Langi Sleði

free web hit counter