Saturday, May 23, 2009

...bankamannadrama

...hitti háttsetta bankamenn nú um daginn. Það er frekar óþægileg reynsla, þegar menn með fyrrum íturvaxna sjálfsímynd, reyna að mæta manni með sama yfirlæti og fyrir hrun.
Langi Sleði horfði til baka með stingandi augnaráði og reyndi að segja; "Ég veit að þið eruð hræddir um óhreina mjölið í pokahorninu ykkar"!
Þess vegna vil ég segja ykkur frá því, hvert hlutverk banka er!
Hlutverk banka er að verja óskiptum höfuðstóli sínum til að lána fólkinu og atvinnulífinu í landinu. Sjá afar áhugaverða þingsályktunartillögu hér.
Ó.
Þannig að bankarnir voru í raun ekki bankar heldur, breyttu þeir sér í fjárfestingafélög... með peningana þína!...
Bigtime.
Kenningin mín er þannig að þeir hafi nú séð bankahrunið fyrir. Ekki vikum, ekki mánuðum heldur líklega allt að árum áður en það gerðist.
Það var allt gert til að fá meira fjármagn inn í bankana.
Nú vil ég segja ykkur frá minni kenningu hvað varðar evrulánin ...lömbin mín.
Þetta var náttúrulega slátrun... þið sáuð bara ekki sláturhúsamerkið.

Maður tekur bankalán í evrum að upphæð 10 Mkr á genginu 1 EUR= 85 ISK
Bankinn veit að evran er að fara að hækka. Greiðir upp lánið þitt og bíður átekta.
Lánið er til 10 ára og þú færð það á súpervöxtum 5%.
Heildarvaxtakostnaður verður rétt rúmlega 2,7 milljónir sem þú þarft að borga.

Nú hækkar evran í 170 kr og þá ert þú kominn í annan bransa (tímabundið)
Allt í einu skuldar þú 20 milljónir + vexti sem verða rúmar 5,5 milljónir.

Segjum að bankinn hafi tekið þennan séns. Þá er hann að græða á láninu þínu.
25,5-10= 15,5 milljónir. Það er aðeins betri ávöxtun en bara þessar 2,7 milljónir sem stóðu til boða fyrst.

Myndi þetta vera löglegt?...
Líklega já...
Bankinn þinn var nefnilega ekki að hugsa um hag þinn, heldur var þetta fjárfestingabanki í áhættufjárfestingum... og tryggingafélagið líka...Já og lífeyrissjóðurinn.

hahhahahhhahahhah ...við erum svo %&$#

Góðar stundir
Langi Sleði

free web hit counter