Friday, August 22, 2008

...stjáklað skælandi í skálkaskjóli skrumsins

...æ.
Elísabet er þessa dagana að auglýsa "nútíma bílalán".
Þar sem það þýðir eitthvað gott en órætt þótti Langa Sleða forvitnilegt að fá þýðingu á "nútíma". Á mannamáli þýðir það að þeir eru hættir að tryggja litla kraftmikla bíla, þar sem slysatíðnin er hæst. Langi Sleði veit ekkert hvort að þetta sé löglegt, þar sem hér er um hreina og klára mismunun að ræða. Langa Sleða þótti það frekar broslegt, þar sem Austin Mini er andlit fyrirtækisins og samkvæmt nýju reglunum ætti ekki að vera hægt að tryggja svoleiðis bíla hjá fyrirtækinu.
Það er svona eins og það væri bannað að kaupa hamborgara á hamborgarabúllunni.
...ææ
Það er makalaust hvað þessir stjórnmálamenn eru tilbúnir að baða sig í glæsilegu gengi handboltastrákanna okkar. Ég gæti ælt. Eins gæti ég ælt á borgarmálin en ég hef mig ekki í að tala um þau hér.
Ég er yfir það hafinn að eyða tímanum eða yfir höfuð að yrða á svona fólk.
Einhvern veginn verður að búa til þverpólitíska samstöðu til að losna við þessa ræfla. Þetta eru eins og rottur að yfirgefa brennandi hús. Allar eru þær með eldspýtur á sér og allar benda þær á hvora aðra. Ein rotta var látin leika lystir sínar með eldspýtur og er með skaðbrenndan feld en það gerði víst lítið til þar sem kleprarnir voru þegar komnir á. Krullaða rottan sem opnaði eldspýtustokkinn galar nú: "ég sagði ykkur að opna ekki eldspýtustokkinn". Það er að vísu bara ein rotta sem misskildi þetta allt saman og hélt að hún væri að yfirgefa sökkvandi skip og stökk því fyrir borð í Edinborg og sagðist ætla að fara að "læra". Spurningin er hvort þar hafi komið nafn á fyrst bindi ævisögunnar hans "Af mistökum!".

Góðar stundir
Langi Sleði.

Tuesday, August 19, 2008

...margverkamaður og kraftaverkamaður

...hugsaði Langi Sleði þegar hann hlustaði á nýjustu plötu Megasar.
Þegar hugurinn reikaði um öngstræti gamalla texta og laga í fylgd Megasar og senuþjófanna mætti plötudómurinn óumbeðinn í huga Langa Sleða.

Stundum þegar Megas yrkir ekki þá hefur hann heldur ekki getað setið á strák sínum og fært textann í klúrt form.
Stundum hins vegar gerir hann þetta allt þrennt í einu.
Það gerir hann að margverkamanni (múltítaskara).

Það að skila undantekningalaust góðum plötum til almennings gerir hann að kraftaverkamanni (m.v. að hinn almenni poppari sé skilgreindur sem venjuleg manneskja sem er í raun mjög hæpin fullyrðing).
Byggt á þessari hæpnu fullyrðingu og hetjuformi nútímans, má segja að Megas sé Batman okkar íslendinga.

Góðar stundir
Langi Sleði

free web hit counter