Tuesday, November 28, 2006

...undirskálar

...samtal Langa Sleða og tveggja bræðra (þeir ásamt föður hans hafa allir unnið með Langa Sleða).

...
Langi Sleði: Já... og svo elti faðir ykkar mig bara á nýja staðinn.
Þeir: Já, þið eruð nú búnir að vinna ansi lengi saman.
Langi Sleði: Ég veit það en það var nú bara vandræðalegt þegar hann var farinn að hringja í mig einu sinni til tvisvar á dag bara til að láta mig vita að hann saknaði mín... Það bara gengur ekki!

Konan á milli þeirra var hlaðin pinklum og greinilega mikið að hlusta á samræður okkar.

Langi Sleði: ...og ekki batnaði það þegar hann mætti á staðinn... og í matartímum sest hann alltaf beint á móti mér og ... ég meina fólk er svo fljótt að fara að slúðra.

Nú var hún búin að snúa sér við og nennti ekkert að fela það lengur að hún væri íslensk líka.

Langi Sleði: ...svo finnst mér nú bara óþægilegt að hann sé alltaf að strjúka mér í vinnunni... hann er nú einu sinni giftur.

Konan var komin með augu eins og undirskálar.

Í þessu fékk Langi Sleði sms, ég tók upp símann, las skilaboðin og sagði svo hlæjandi: Hann pabbi ykkar er svo mikill daðrari!

Nú var ca helmingurinn af öllum fötunum sem konan hélt á, dreifður í kringum hana á gólfinu.

Það var þá sem sá eldri rankaði við sér og sagði: Má ég kynna konuna mína, Snæfríði!

Langi Sleði: Komdu sæl, Snæfríður.
Snæfríður: fnuuuuuhhhhhh.

Langi Sleði: Jæja strákarnir mínir, reyniði nú að haga ykkur skikkanlega og ég yrði agalega þakklátur ef þið fengjuð hann pabba ykkar aðeins til að róa gráa fiðringinn. Gaman að hitta þig líka Snæfríður!

Snæfríður undirskál: fnuuuuuuuuhhhhh!

Góðar stundir
Langi Sleði

Monday, November 27, 2006

...trrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

...Langi Sleði fór á framandi slóðir nú nýverið. Slóðir skálda og smörrebröðs, íslenskra kaupahéðna sem versla bæði fyrir milljarða og bankayfirdrætti.
Danmörk. trrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr.
Ég reyndi nokkrum sinnum að eyða peningum á Strikinu en í hvert sinn heyrði ég Íslendinga hrópa og skipuleggja eins og þeir væru staddir í fremstu víglínu í orrustunni við Waterloo.
Við þann atgang hvarf ég inní mig, varð lítill í sálinni og langaði ekkert að versla.
Svo ég verslaði nánast ekkert, ákvað þess í stað að einbeita mér að trrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr.
Afslöppun. Ég komst að því að ég var orðinn eins og upptrekkt leikfang, án nokkurs skemmtanagildis og skoppaði nú þess í stað um hliðargötur Kaupmannahafnar stefnulaust. trrrrrrrrrrrrrrrrrr.
Ég heimsótti mikið af múglistasöfnum sem flest hétu Smörrebröðsstofur, sat þar slappaði af og skrifaði af áfergju.
Hugmyndir dúndruðust niður svo ég rétt hafði ráðrúm til að skrifa þær niður, þar sem ég var einnig verulega upptekinn við að borða smörrebröð og trrrr.
Smám saman náði fjöðurin að slakna og ég var orðinn hann á ný... eða öfugt.
Næst segi ég ykkur frá drengjunum sem höfðu augu eins og undirskálar.

Góðar stundir
Langi Sleði

Sunday, November 26, 2006

...tilbaka

...Langa Sleða hefur borist kvörtun að internetið hafi verið óþarflega vanrækt og tómt undanfarið.
Hann mun því koma fram hér á þessari síðu á morgun í beinni útsendingu í súpermanbúningi.

Góðar stundir
Langi Sleði

Friday, November 10, 2006

...Kazakhstan 3

...eða nei!
Þær krassandi sögur sem ég luma enn á verða einungis sagðar á milli laka.
Ástæðan er einfaldlega sú að ég verð að tryggja leynd kúnna.
Hins vegar, lyftist á mér brúnin þegar ég fór að versla í Nóatúni áðan. Fannst það mjög svalt að storma þarna inn með rauða handkörfu og fylla hana eingöngu af súkkulaði.
Rölti svo inn að grænmetisborðinu, þar sem jarðaberin voru og hitti þar móður, sem lá allhátt rómurinn, skamma 15 ára son sinn.
móðir: "ÉG BARA SKIL EKKERT Í ÞÉR!... HVAÐ VARSTU EIGINLEGA AÐ HUGSA?
sonur (í aumkunarverðum tón): "mamma!"
móðir: "ÞAÐ ER NÁKVÆMLEGA VANDAMÁLIÐ... ÞÚ VARST EKKI AÐ HUGSA, ÞÚ HUGSAR ALDREI ÁÐUR EN ÞÚ FRAMKVÆMIR!"...AÐ DETTA ÞETTA Í HUG!
sonur: "Það verða allir að byrja einhvern tímann?"
móðir: "ÞÚ SKALT EKKI TALA SVONA VIÐ MIG, GÓÐI MINN. ÞAÐ SEGIR MÉR ENGINN AÐ ÞAÐ SÉ EÐLILEGT AÐ VERA LÚBARINN Í FYRSTA TÍMANUM"
sonur: "ég skil ekki af hverju þú ert að æsa þig svona?"
móðir: "EF ÉG SÉ ÞIG EINHVERN TÍMANN NOTA SVONA TÆKONDÓR BRÖGÐ Á BRÆÐUR ÞÍNA, ÞÁ BORGAR ÞÚ MÉR HVERN EINASTA TÍMA TIL BAKA... OG ÉG HELD BÓKHALD VINUR!"
sonur: "þetta heitir tækwondó"
Ég horfði framan í drenginn sem leit út eins og pandabjörn, með tvö risastór glóðaraugu.
... og nærri missti súkkulaðikúlið. Smellti andlitinu ofan í vínberjaklasa og skalf af hlátri.

Góðar stundir
Langi Sleði.

Friday, November 03, 2006

...Kazakhstan 2

...samtal Langa Sleða og pólverja með missjón.

Hann: Me get more money than you? Yes? Hahaha
Langi Sleði: Probably not!
Hann: Me get nearly threehundred thásand in ðe pokket! I get more? Yes!!!
Hann: Me work very hard, sometimes 300 háörs in ðe month, thats why I get so many money. There is nothing to do here but drink and work!
Langi Sleði: Ugh! How long have you been here?
Hann: I have been here since 2001 and now I'm rich!
Langi Sleði: Yes and are you going to live here?
Hann: No! I am going back to Poland in March! What am I going to do? I am already 31 and I have no woman. Only pappy!
Many problems will happen because I'm rich, women will come to me like flies. But you understand. You are also beautiful!
Langi Sleði: UUuugghhh!
Hann: Many problems my friend! I already have two apartments in Poland. I still must pay almost 20000 euros...
.... like flies..my friend!
like flies.

Góðar stundir
Langi Sleði

free web hit counter