Sunday, January 16, 2005

veröldin í NÚna

Ég... ahhmm...
Er svo merkileg að ég get ekki orða bundist.
Fjölmiðlafárið út af þessum Asíu-hörmungum hefur mætt litlum skilningi Langa-Sleða, en miklum skilningi vina hans og væntanlega lesenda, þannig að Langi-Sleði ætlar ekki að tala um Asíufárið. Sem Langa-Sleða finnst: "... fjölmiðla og gervi-tilfinningaflóðið, er farið að skyggja á stærð flóðbylgjunnar". Eníweis. Fokkit. Ég nenni ekki að feikaða að ég keri...

Ég fékk mjög sérstaka hringingu í dag, sem fékk mig til að spekúlera í símasamskiptum:
hringjarinn í Notre dame: "hæ"
Langi-Sleði: "hæ hæ, gaman að heyra í þér, hvað segirðu gott?"
hringjarinn í Notre dame: "bara allt gott en þú?"
Langi-Sleði:"jú, svona ég er að njóta lífsins, en þú, segirðu einhverjar fréttir"
hringjarinn í Notre dame: "nei"
Langi-Sleði: "hmm"

Þögn

Langi-Sleði: "Ertu að keyra þig yfir um á vinnu? Kominn með drep í tærnar? Geturðu sagt mér eitthvað skemmtilegt?"

hringjarinn í Notre dame: "Nei"

Þögn

Restin af símtalinu fór í eittthvað fánýtt hjal um eitthvað "ég veit ekki hvað" til að eyða vandræðalegri situasjón, sem hringjarinn kom sér í með því að hringja, án tilgangs, án samræðuhugsunar, án nokkurs yfirleitt.

Segi ég um tilgang og þamba eitthvað ódýrt Chilískt rauðvín á laugardagskvöldi með Bonnie Prince Billy, tilgangur my ass!!!.

Fór að spekúlera heilmikið í því hvað símaþróunin síðastliðin ár hefur í raun haft mikið um það að segja hvað hraðinn í þjóðfélaginu hefur aukist.
Það er kannski ekki hægt að setja í svo mörg orð, sérstaklega ekki á seinni helmingi ódýrrar rauðvínsflösku, sem mun líklega dóminera fyrrihelming morgundagsins.
Æi það er allt gott, maður fær amk skilagjald einhverntímann í framtíðinni af öllum þessum glerjum.
góðar stundir
Langi-Sleði

Thursday, January 06, 2005

Leit með ákveðnum greini á "autopilot"!

Það er merkilegt hvað manneskjan er oft vanaföst, kannski það sé einhver dásamleg ástæða fyrir því. Kannski hann ráði ekki við að stjórna okkur endalaust, heldur setji okkur á "autopilot" við og við, svona rétt á meðan hann skreppur í smók, nú eða á tollarann. Kannski hefur hann leiðinlegt fólk lengur á "autopilot" ... og sjálfstæðismenn þá alltaf... hahh.

Ég hló að sjálfum mér um leið og ég fór úr skónum á leiðinni í búningsklefana í sundlaugarnar.

Til að fylgja þessu öllu almennilega í gegn, þá ákvað ég að velja einhvern allt annan skápastað en venjulega, svona til að sjá hvað myndi gerast.

Þetta fannst mér fyndið.

Ég var ekki fyrr kominn úr öllum fötunum, en að tveir útlendingar, tóku sér stöðu sitt hvoru megin við mig, rennandi blautir í sundfötunum sínum, smelltu sér úr þeim, opnuðu skápana sína og byrjuðu að þurrka sér.

Hahh. Þetta hefur maður þá uppúr því að breyta um stað, hugsaði ég með mér.

Ég dró upp handklæðið mitt og "nei djö hvar er sundskýlan". Ég dró upp klifurdótið mitt (bol, stuttbuxur, skó og kalkpoka), en enga sundskýlu.
"Andskotans". Hugsaði ég. Ég leit á útlendingana og hugsaði þeim þegjandi þörfina. "Jæja, ég fer þá bara í langa sturtu þangað til þessir útlendingar eru örugglega farnir".
Ég henti restinu af draslinu inn í skáp og strunsaði fram hjá blautulíjusunum.
"ojbara pollar út um allt".

Eftir 5 mínútna, sturtu var ég einhvern veginn aftur kominn á "autopilotinn", þá fattaði ég að ... ehh.. Stuttbuxurnar myndu virka fínt sem sundbuxur. Ég fór og böggaði afbragðsfínan sundlaugarvörð sem var að ljúka við að þurrka upp eftir útlendingana, fékk nýjan pening í skápinn og smellti mér út í laug.

Ég var mikið að spekúlera í þessu "autopilot" dæmi út í pottinum, en það sem angraði mig enn meira var að ég skyldi ekki kveikja á perunni strax með stuttbuxurnar. Þá datt mér í hug "leit með ákveðnum greini". Hefði ég verið að leika að "sundbuxum" hefði ég líklega fundið þær undireins, en þar sem ég var að leita að "sundbuxunum" þá var ekkert eðlilegra en að þær fyndust ekki.
góðar stundir
Langi Sleði

Sunday, January 02, 2005

Farfuglar

Ég hef verið að fylgjast með svanapari núna undanfarið, svona nokkurn veginn óafvitandi. Mikill blossi þar, svo síðustu daga hef ég ekkert séð þau. Þá fór ég að velta því fyrir mér. Staðurinn sem þau voru á, er svo ofsalega tómur núna að það er eins og það hafi aldrei komið þarna nokkuð dýr, hvað þá svanir. Frá glugganum mínum séð er staðurinn svo þrunginn þeim leyndardómi hvert svanirnir hurfu. Eins og það sé verið að hilma yfir sögu staðanna. Skemmtilegt orð hylming. Það er ekkert eins og "rendez vous". Staðurinn varr svo skelfilega tómur að ég rölti þangað í dag, svona í von um að finna líf, í það minnsta í að bæta mínu í þetta óskaplega tóm. En viti menn, ég fann engin ummerki um að þarna hafi svanir yfirleitt stigið í lautu, stigið sporið, háls í háls. Núna er ég farinn að efast stórlega um að ég hafi verið að fylgjast með fuglum yfirleitt. Allavegana, það var í þennan mund sem mig renndi í grun eitthvað um farfugla, einhverntímann lærði ég eitthvað um farfugla. Hef einhvern veginn reynt að gleyma þeim allt mitt líf. Því konur Langa-Sleða, hafa allar verið farfuglar.
Þoli ekki farfugla
Góðar stundir
Langi-Sleði

free web hit counter